Framlengdur skilafrestur í skoðanakönnun

Margir hafa óskað eftir því að skilafrestur í könnunina um þjónustu Símans verði framlengdur. Sveitarstjórn hefur ákveðið að verða við þessum óskum. Nú er hægt er að skila svarseðlum í verslun Samkaupa fram til lokunar föstudaginn 28. janúar. 

Skila má svarseðlum í kassa sem liggur frammi í versluninni. Þar við eru líka seðlar sem fylla má út og stinga í kassann. 

Einnig er hægt að skila svarseðlum á skrifstofu sveitarfélagsins til kl. 16 á föstudaginn.

Ekki er gert ráð fyrir að hvert heimili (fjölskylda) skili fleiri seðlum en einum.