Framsagnarkeppni

Fimmtudaginn 3. apríl var haldin að Húnavöllum árleg framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi. Keppnin er haldin til minningar um Grím Gíslason frá Saurbæ í Vatnsdal. Keppendur voru tólf og lásu þrisvar hver. Fyrst var lesinn kafli úr sögu eftir Jón Sveinson og síðan kvæði eftir Stein Steinarr og að lokum kvæði að eigin vali. Allir keppendur stóðu sig vel og hlutu lof dómara og áheyrenda. Það var því erfitt verk að úrskurða hverjir hefðu staðið sig best.

Sigurvegarar keppninnar að þessu sinni voru:

1.  Eydís Sigurðardóttir, Húnavallaskóla
2.  Alma Dröfn Vignisdóttir, Höfðaskóla
3.  Árný Dögg Kristjánsdóttir, Grunnskólanum á Blönduósi

Sérstök aukaverðlaun fyrir vandaðan lestur hlutu þau:

 Bragi Hólm Birkisson, Húnavallaskóla og

Kristín Karen Karlsdóttir, Grunnskóla  Húnaþings vestra.

Myndir:

Sigurvegarar keppninnar

Formaður dómnefndar, Þórður Helgason, tilkynnir úrslit