Framtíðin skemmtir sér

Framtíðin gekk undir leiðsögn um götur Skagstrandar, söng og skemmti sér eins og hennar er vandi.

Meðfylgjandi myndir voru teknar af þessum fríða og skemmtilega hóp er hann staldraði eitt augnablik við á Túnbraut 1-3.

Þetta voru auðvitað börnin í Leikskólanum Barnabóli ásamt fóstrum sínum. Þau höfðu málað sig og klæðst furðubúningum enda dagurinn bjartur og fallegur rétt eins og allir aðrir dagar á Skagaströnd.