Freestyle & funk dansnámskeið.

Freestyle & Funk dansnámskeið með hinni landsþekktu Yesmine Olsson var haldið á Skagaströnd 27. og 28. september s.l. 27 nemendur tóku þátt í námskeiðinu á aldrinum 6 til 16 ára. Yesmine kenndi í 3 hópum 2 tíma hvorn daginn. Lauk námskeiðinu svo með sýningu þar sem foreldrar og aðrir gestir komu að horfa á. Það var gaman að sjá hvað krakkarnir lærðu mikið á aðeins tveimur dögum hjá Yesmine. Í viðtali við Yesmine kom fram að hún hefur ekki kennt jafnungum krökkum áður en taldi að þeir sem komu á námskeiðið og hafa verið að æfa samkvæmis- og línudans séu mjög fljótir að læra freestyle dans. Dansdeild Umf Fram.