Frétt frá Kvenfélaginu

Föstudaginn síðastliðinn fékk Kvenfélagið Eining kransakökumeistarann Halldór Kr. Sigurðsson til að koma og halda námskeið í kransakökugerð fyrir okkur hérna á Skagaströnd.  Námskeiðið, sem haldið var í Félagsheimilinu, sóttu 12 konur sem allar gerðu 40 manna kransaköku.

Þær komust að því að það er bara ekkert mál að gera kransaköku.  Gerð var ein lítil líka sem konurnar fengu að borða og er óhætt að segja að hún hafi runnið ljúft niður.  Við þökkum Halldóri kærlega fyrir komuna til okkar. 

 

F.h. Kvenfélagsins, Vigdís Elva