Frétt frá vinnuskóla Höfðahrepps

Vinnuskólinn hófst í sumar þann 8. júní og lauk þann 17. ágúst. Í sumar var mikil gróska og mikið fjör og tóku nýir flokkstjórar við krökkunum og báru þær báðar sama nafnið “Heiða” eða Heiðurnar eins og krakkarnir kölluðu þær. Í vinnuskólanum voru á bilinu 25- 30 unglingar sem sinntu bæði stórum og smáum verkum. Áhersla var lögð á að bærinn okkar væri sem fallegastur, en minna var um slátt þetta sumar vegna lítilla rigninar og vöxtur í grasi var því ekki mikill. Vinnuskólinn sá einng um að tína rusl, sópa götur bæarins og plokka íllgresi úr sprungum í gangstéttum. Sérstakir arfa og íllgresis leiðangrar voru farnir um allan bæinn þar sem njólinn var lagður í einelti og höggvinn hvar sem til hans sást. Vinnskólinn sá að mestu um að tjaldstæðið í bænum liti vel út í sumar. Vinnskólastarfinu lauk með ferð sem var hreint ótrúleg, því farið var í RAFTING þar sem róið og flotið var niður vestari Jökulsá í Skagafirði. Eins og gefur að skilja með kraftmikinn unglingahóp var mikið fjör í þeirri ferð. Auðvitað lentu margir í ánni. Allir komu þó heilir heim en misjafnlega blautir. Eftir slark í Jökulsá var haldið á Ólafshús á Sauðárkróki í dýrindis pizzu hlaðborð að hætti Óla og svo að lokum var haldið heim á Ströndina Að lokum viljum við Heiðurnar þakka öllum þeim sem voru í vinnuskólanum fyrir frábært sumar Takk fyrir okkur. Heiðurnar