Fréttatilkynning

Þjóð til þings                                                                 12. október 2010

 

 

Borgarafundur á Sauðárkrók í dag um endurskoðun stjórnarskrárinnar

 

Stjórnlaganefnd og Samtök sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra halda borgarafund í Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra, bóknámshúsi í dag 12. október frá klukkan 17:00-19.00

Fundurinn er kynningafundur um stjórnlagaþing og Þjóðfund 2010 auk þess sem kallað er

eftir sjónarmiðum íbúa.

 

Stjórnlaganefnd var kosin af Alþingi í sumar til þess að undirbúa endurskoðun

stjórnarskrárinnar. Nefndinni er ætlað að finna og leggja fram gögn fyrir stjórnlagaþing,

standa fyrir Þjóðfundi um endurskoðun á stjórnarskrá, vinna úr upplýsingum frá fundinum og

afhenda stjórnlagaþingi og loks að leggja fram hugmyndir að breytingum á stjórnarskránni.

 

Guðrún Pétursdóttir formaður stjórnlaganefndar:

,,Við viljum kynna Vestfirðingum þau áform sem eru uppi um endurskoðun á stjórnarskrá

lýðveldisins. Við sem stöndum að undirbúningum óskum einnig eftir því að fá að heyra

sjónarmið fólks um hvernig samfélag það vill byggja. Við hvetjum Vestfirðinga til að koma á

fundinn og láta rödd sína heyrast.

 

 

Nánari upplýsingar gefur:

Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi,

GSM: 694-5149

berghildur@stjornlagathing.is