Fréttatilkynning frá Heimilisiðnarsafninu á Blönduósi

"Samtal við fortíð" Guðrún Gunnarsdóttir opnar sína 17 einkasýningu í Heimilisiðnaðarsafninu á Blöndósi fimmtudaginn 27.maí 2004 kl. 17:00. Á sýningunni leitast Guðrún við að tengja saman fortíð og nútíð út frá hugmyndum hins gamla handverks sem er að finna í Heimilisiðnaðarsafninu auk annara safna á Íslandi. Ekki er verið að vinna með handverkið sem slíkt aðeins verið nota fornar hefðir sem kveikju að nýrri nálgun. Í stað gamalla ljósadúka, prjónless og útsaums eru verkin þrívíddar veggskúlptúrar, úr fíngerðum vír og silkiþræði. Líkt og áður fyrr í útsaumsverkum tengjast verkin hinu smæsta og fíngerðasta úr náttúrunni, en eru þó meira eins og þrívíddarteikniningar á vegg. Guðrún hefur hlotið starfslaun myndlistarmanna, styrki, kennt og sýnt víða hér á landi sem erlendis og er hinn helmingurinn af TÓ-TÓ sem er einn af aðstandendum Kirsuberjatrésins, Vesturgötu í Reykjavík. Þeir sem eiga leið um á fimmtudaginn þá endilega lítið inn. Sýningin verður síðan opin á opnunartíma safnsins alla daga kl. 10-17 frá 1. júní til 31. ágúst.