Fréttatilkynning um héraðsfund í A-Hún

Sveitarstjórnir í A-Hún héldu sameiginlegan fund í Fellsborg á Skagaströnd fimmtudaginn 24. ágúst til að ræða sameiningarmál sveitarfélaga. Á fundinum kynnti Oddur G. Jónsson verkefnastjóri hjá KPMG hvernig hefur verið staðið að undirbúningi í öðrum sveitafélögum þar sem sameiningaviðræður hafa staðið yfir. Oddvitar sveitarstjórna í Skagabyggð, Húnavatnshreppi, Skagaströnd og Blönduósi gerðu grein fyrir afstöðu sinni og sinna sveitarstjórna.

Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem því er beint til sveitarstjórna að þær taki afstöðu til þess hver fyrir sig hvort þær vilji hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaga í Austur Húnavatnssýslu og tilnefni jafnframt fulltrúa í sameiningarnefnd ef vilji er til að hefja það ferli.