Friðsamleg mótmælastaða vegna HSB

Þriðjudaginn 26.október 2010 halda þingmenn Norðvesturkjördæmis árlegan fund með fulltrúum sveitarstjórna í Félagsheimilinu á Blönduósi. Við ætlum að nota tækifærið og mæta þar sem flest milli kl. 12:30 og 13:00 í friðsamlega mótmælastöðu vegna þess harkalega niðurskurðar sem boðaður er á fjárlögum til heilbrigðisþjónustu í Austur Húnavatnssýslu. Við skorum á Húnvetninga að standa saman og leggja sitt að mörkum til að verja þessa grunnþjónustu. Þótt við, starfsmenn í heilbrigðisþjónustu, skipuleggjum mótmælin skiptir miklu máli að allir sem láta sig varða öryggi skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar komi og taki þátt.

Við vitum að þingmenn kjördæmisins standa almennt með okkur en þeir þurfa líka að vita að við munum eftir hlutverki þeirra á Alþingi.

Ekki er verra að koma með mótmælaspjöld.

Starfshópur á HSB