Friður á jörð

Ágætu Skagstrendingar

Á morgun, fimmtudaginn 3. mars, hvetjum við íbúa Skagastrandar og aðra að safnast saman á íþróttavellinum kl. 12:00 til að mynda manngert friðarmerki. Þegar það hefur verið gert verður tekið myndband með dróna, laginu Imagine eftir John Lennon bætt við myndbandið og það síðan sett á Alheimsvefinn og sent til íslenskra fjölmiðla.

Markmiðið með þessari táknrænu athöfn er að þátttakendur leggi þannig sitt af mörkum til að íbúar þessarar jarðar leysi ágreining sinn á friðsamlegan hátt í stað styrjaldarátaka.

Athugið að framkvæmdin tekur aðeins 10-15 mínútur svo allir ættu að geta mætt.

 

Gleðibankinn - alltaf til friðs