Frístundakort

Til foreldra grunnskólanema

Sveitarstjórn Skagastrandar hefur samþykkt að bjóða frístundakort sem nemi allt að 15 þúsund króna styrk, fyrir hvert grunnskólabarn, sem þátt tekur í íþrótta- og æskulýðsstarfi.

Ákvörðun um frístundakort gildir frá 1. september2009 til 31. ágúst 2010.

Frístundakortin ná til starfsemi íþróttafélaga auk hverskonar skipulagðs félags- og tómstundastarfs sem stendur í sex vikur eða lengur og greitt er fyrir með þátttökugjaldi. Þar að auki gildir kortið fyrir aðra tómstundaiðkun, s.s. tónlistar- og listnám. Síðasti greiðsludagur vegna tímabilsins er 15. september 2010“

Eftir að greitt hefur verið fyrir það námskeið eða starf sem börn eða unglingar taka þátt í er farið með afrit greiðsluseðils eða gilda kvittun á skrifstofu sveitarfélagsins þar sem fjárhæðin er endurgreidd, allt að 15 þús. kr.

Skilyrði fyrir endurgreiðslu er að starfsemin sé viðurkennd af sveitarstjórn og um hana séu veittar allar þær upplýsingar sem óskað er eftir.

 

 

Fyrir hönd sveitarstjórnar

Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri