Frístundakort fyrir grunnskólanema

 Á fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 voru samþykktar reglur um frístundakort ásamt umsóknareyðublaði. Frístundakortið sem hefur verið í boði frá 2006 byggir á því að foreldrar barna með lögheimili á Skagaströnd eiga rétt á 15 þúsund króna styrk, fyrir hvert barn á grunnskólaaldri, sem þátt tekur í íþrótta- og æskulýðsstarfi.

 

Tilgangur frístundakorta er að hvetja börn og unglinga til þátttöku í hvers konar íþrótta- og æskulýðsstarfi og að jafna möguleika foreldra til að börnum sé það mögulegt. 

 

Frístundakortin taka gildi 1. janúar ár hvert og gilda í eitt ár. Skil á gögnum vegna frístundaþátttöku síðastliðins árs er í síðasta lagi 31. janúar næsta árs. Eftir það fellur réttur þess árs niður.

 

Þegar greitt hefur verið fyrir það námskeið eða starf sem grunnskólabarn vill eða hefur tekið þátt í, er farið með kvittunina á skrifstofu sveitarfélagsins þar sem sótt er um frístundakort. Fjárhæð sem nemur verðgildi frístundakorts verður síðan endurgreidd vegna viðurkennds frístundastarfs.

 

Reglur um frístundakort

Umsóknareyðublað