Fullt hús á málþingi um Jón Sigurðsson

Góð aðsókn var að málþingi Fræðaseturs Norðurlands vestra um Jón Sigurðsson sem haldið var sunnudaginn 12. september. Miklar umræður fóru fram um erindin og komu margir landsþekktir einstaklingar með sýn sína á umræðuefnið.

Ráðstefnan nefndist Framtíð Jóns Sigurðssonar - karlar á stalli og ímyndasköpun.Markmiðið var að skoða með hvaða hætti minningin um Jón forseta sem leiðtoga Íslendinga í sjálfstæðisbarátturinn varð til og mótaðist í íslensku samfélagi á fyrstu áratugunum eftir andlát hans.

Frummælendur á málþinginu voru sagnfræðingarnir Sigurður Gylfi Magnússon, Páll Björnsson og Guðmundur Hálfdanarson og Jón Karl Helgason, bókmenntafræðingur. 

Meðfylgjandi myndir tók Adolf Berndsen.