Fulltrúar Félagsmiðstöðvarinnar Undirheima standa sig vel

 

Félagsmiðstöðin Undirheimar sendi fulltrúa 3 fulltrúa á Stíl sem er hönnunarkeppni Samfés (Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi). Þær Dagný Dís Bessadóttir, Hallbjörg Jónsdóttir og Snæfríður Dögg Guðmundsdóttir  lentu í 3. sæti í keppninni og fengu að auki verðlaun fyrir bestu förðunina.

 

Einnig má geta þess að Laufey Lind Ingibergsdóttir, Snæfríður DÖgg Guðmundsdóttir og Ólafur Halldórsson tóku þátt í Norðurorgi sem er undankeppni fyrir stóru söngvakeppni Samfés og voru ein af fimm atriðum sem komust áfram.  Aðalkeppnin fer fram þann 25.mars.