Fundagerðarbækur Umf. FRAM

 

Fundagerðarbækur Ungmennafélagsins Fram tímabilið 1926 – 1970 eru einhversstaðar í felum.

Þær voru allar vísar þegar 50 ára saga félagsins var skráð árið 1976. Eftir það virðast þær hafa lagst afar kirfilega til hliðar á einhverjum ótilgreindum stað.

Búið er að leita mikið en þær finnast ekki.

Hér með er auglýst eftir hvort einhver viti hvar þær er að finna og ef svo er að hafa þá samband við Lárus Æ.Guðmunds. í síma 864 7444.