Fundur um atvinnutækifæri í ferðaþjónustu

Margir velta því fyrir sér hvort það sé mikill vandi að stofna og reka fyrirtæki í ferðaþjónustu. Þessari spurningu og öðrum er ætlunin að svara á fundi sem haldinn verður í Fellsborg á Skagaströnd fimmtudaginn 5. nóvember næstkomandi  og hefst hann klukkan 18.
Fundurinn er ætlaður þeim sem áhuga hafa á ferðaþjónustu eða eru að velta fyrir sér góðri hugmynd.
Á fundinn koma nokkrir reynsluboltar sem eitt sinn áttu sér góða hugmynd og ákváðu að framkvæma hana. Þeir segja frá reynslu sinni, hindrunum og lausnum. Af þeim má margt læra enda var gott fyrirtækja einu sinni aðeins hugmynd.

Fundarboðendur eru Sveitarfélagið Skagströnd, SSNV, Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi og Ferðamálasamtök Norðurlands vestra.

tilgangurinn er að hvetja fólk til að kanna möguleika á aukinni ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra enda getur hún verið grundvöllur góðra atvinnutækifæra rétt eins og í Þingeyjarsýslum sem hugsanlega má taka til fyrirmyndar.

Fundurinn er öllum opinn. Boðið verður upp á lítilsháttar hressingu, súpu, brauð og kaffi og er allt án endurgjalds.

Fundarstjóri verður Jón Óskar Péursson, framkvæmdastjóri SSNV.

Dagskrá fundarinns er sem hér segir:
  • Setning, Adolf Berndsen oddviti Sveitarfélagsins Skagastrandar
  • Getur skipulag ferðaþjónustunnar í Þingeyjarsýslum verið módel fyrir Norðurland vestra? Edward H. Huijbens forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála við Háskólann á Akureyri
  • Afþreying, Sigurður Sigurðarson, markaðsráðgjafi á Skagaströnd
  • Hvalaskoðunarferðir, Ásbjörn Björgvinsson
  • Sjóstangveiði, Árni Halldórsson, Hauganesi, Árskógsströnd
  • Gisting; hótel, gistihús og heimagisting, Stefán Haraldsson, atvinnuráðgjafi SSNV og formaður Farfugla
  • Akstur, gönguferðir, skoðunarferðir, Kristján Eldjárn, Svarfaðardal
  • Menningartengd ferðaþjónusta, Örlygur Kristfinnsson, Síldarminjasafninu á Siglufirði
  • Umræður, fyrirspurnir og vangaveltur, Jón Óskar Pétursson stjórnar
Fólk er hvatt til þess að láta ekki fundinn framhjá sér fara. Gera má ráð fyrir að hann standi til klukkan 21.