Fundur v/Hjallastefnunar í Fellsborg í DAG

 

Kæru foreldrar barna í

Leikskólanum Barnabóli og Höfðaskóla!


 

Ákveðið var að hafa samband við forsvarsmenn Hjallastefnunnar og fá fulltrúa til að koma norður til okkar og segja okkur frá stefnunni og svara þeim spurningum sem brenna á foreldrum. Við viljum bjóða ykkur velkomin á fræðslufund Í DAG (mánudag) kl. 18 í Fellsborg. Með okkur verða Margrét Pála sjálf, Alfa leikskólastjóri og Lína aðstoðarleikstjóri á leikskólanum Hólmasól, Ingunn Eir og Sigrún Björg sem eru fulltrúar foreldra. Við biðjum ykkur að afsaka þennan stutta fyrirvara en við stukkum á tækifærið að hafa Margréti Pálu líka með okkur, áður en hún fer erlendis í frí.

 

Kær kveðja stjórn foreldrafélags grunn og leikskóla