Uppfærðar heimsóknarreglur yfir hátíðarnar á HSN Blönduósi.

Heimsóknarreglur fyrir hátíðarnar HSN Blönduósi.

Panta þarf tíma, hafið samband í síma 432-4100

Á Þorláksmessu er heimsóknartími kl. 13:00 – 17:00

Á aðfangadag er heimsóknartími kl. 10:00 – 11:30 og 13:00-17:00

Á jóladag er heimsóknartími kl. 10:00-11.30 og 13:00 – 17:00

Á annan í jólum er heimsóknartími kl. 13:00 – 17:00

Á gamlársdag er heimsóknartími kl. 10:00-11.30 og 13:00 – 17:00

Á Nýársdagur er heimsóknartími kl. 13:00 – 17:00

Hvetjum við til að nýta rafræn samskipti, sá sem kemur í heimsókn getur tengst öðrum ættingjum, og þannig skapað hátíðlega samverustund.

 

Tveir sömu gestir hafa leyfi til að heimsækja hvern íbúa á Þorláksmessu, aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag.

Heimsóknartíma aðra daga en hátíðisdaga er frá 13:00 – 16:00, klukkutíma í senn.

Börn undir 18 ára hafa leyfi til að koma í heimsókn, en þá teljast þau annar af þessum tveimur gestum.

Munið að spritta hendur við komu og áður en þið yfirgefið heimilið.

Allir gestir þurfa að koma með andlitsgrímu (maska). Óheimilt er að koma með taugrímu.

Vinsamlega hafið grímuna á ykkur allan tímann á meðan heimsókn stendur.

Vinsamlega farið beint inn á herbergi íbúa, ekki stoppa og spjalla á leiðinni. Ef íbúi er ekki inni á herbergi þá biðjið þið starfsfólk að sækja hann, ekki gera það sjálf.

Virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við íbúa.

Heimilt er að fara með íbúa út í göngutúr í nærumhverfi á meðan heimsókn stendur.

Ekki er heimilt að fara í bíltúr eða heimsókn með heimsóknargesti sínum.

Undanþága frá þessu er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og þarf leyfi frá deildarstjóra

Vinsamlegast ekki koma í heimsókn ef:

Þú ert í sóttkví eða einangrun.

Þú bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku.

Þú ert með flensulík einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

Þú varst erlendis fyrir minna en 14 dögum.

Framkvæmdastjórn HSN