Fyrirlestradagur á Skagaströnd

 

Laugardaginn 19. september kl. 13:30-16:30 verða haldnir fyrirlestrar í

Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra í samvinnu við

Rannsóknastofu í jafnréttisfræðum.

Fyrirlestrarnir eru í Bókasafni Halldórs Bjarnasonar,
Gamla kaupfélagshúsinu, Einbúastíg 2

Erindi halda:

 13:30-14:00: Páll Sigurðsson, prófessor emeritus í lögum, flytur erindið Tveir norðlenskir lögskýrendur – Lögbókarskýringar Páls lögmanns Vídalíns og Björns Jónssonar, bónda og fræðimanns á Skarðsá

 

 14:00-14:30: Nanna Þorbjörg Lárusdóttir sagnfræðingur talar um

Góðtemplarastúkurnar og áhrif mótandi orðræðu

 

                  Jólafundur í Daníelsher í Hafnarfirði                          

                             um miðja 20. öld                                                    

 14:30-15:00 Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur heldur erindið
Að halda friðinn.Um sáttanefndir í Húnavatnssýslu  og störf þeirra á
19. öld.

 15:00-15:30    Umræður og heitt á könnunni

 15:30-16:10 Súsanna Margrét Gestsdóttir sagnfræðingur segir frá ömmu sinni í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna: Það var sól þann dag –  um Súsönnu Margréti Gunnarsdóttur frá Norðurfirði á Ströndum (1926-2002).

           Súsanna Margrét með fjögur elstu börnin

     við heimili þeirra í Camp Knox-braggahverfinu

 

16:10   Umræður. Dagskrárlok eigi síðar en 16:30. Allir velkomnir