Fyrirlestur og opið hús hjá Textílsetrinu á Blönduósi

Í tilefni af haustnámskeiðum Textílseturs verður boðið upp á fyrirlestur sem opinn er áhugasömum ásamt því að opið hús verður í lok námskeiðs.

Laugardaginn 24.október kl. 17.oo í matsal Kvennaskólans: Flækjur og fínerí – prjónamenning á vefnum. Ragnheiður Eiríksdóttir kennari í prjóni á haustnámskeiðunum, mun leiða gesti um prjónamenningu á veraldarvefnum, en þar er að finna ótæmandi hugmynda- og upplýsingabrunn fyrir prjónara.

Opið hús þriðjudaginn 27.október kl. 16.oo – 17.00 í Kvennaskólanum: Haustnámskeiðum Textílseturs lýkur með opnu húsi þar sem áhugasömum gefst tækifæri til að skoða afrakstur námskeiðanna og spjalla við nemendur og kennara. Prjón, hekl, gimb og spuni er meðal viðfangsefna.