Fyrirlestur um ræktun berjarunna og ávaxtatrjáa

Farskólinn býður upp á fyrirlestur Jóns Guðmundssonar garyrkjufræðings í fjarfundi næsta laugardag, 27. apríl, í námsstofunni í Gamla kaupfélaginu.

Fundurinn kostar 7.900.- krónur á mann en eftir hann þá þekkir viðkomandi til ræktunar helstu berjarunna og ávaxtatrjáa, sem gefa æt ber og aldin hér á landi. Einnig hvar best er að gróðursetja tré í garðinum. Fjallað verður um jarðveg, áburðargjöf, klippingar og umhirðu, helstu meindýr og sjúkdóma í berjaræktun. Þátttakendur fá m.a. uppskriftir að berjahlaupi, berjasultu, marmelaði og réttum þar sem berin þjóna lykilhlutverki.

Skrásetning á námskeiðið fer fram hjá Ólafi Bernódussyni í síma 8993172 eða 4512210 eða á netfanginu: olibenna@hi.is fyrir föstudag 26. apríl.