Gæsluvöllur fyrir 2. til 6 ára opinn í júlí

Gæsluvöllur verður starfræktur á leikvelli Barnabóls 5. til 30. júlí 2010.Hann verður opinn virka daga kl 13 - 16. 

Börn á aldrinum tveggja til sex ára geta sótt völlinn gegn 300 kr greiðslu fyrir hvert skipti. 

Í leikskólanum verður opin salernisaðstaða fyrir börnin en að öðru leyti verður fyrst og fremst um gæslu utandyra að ræða. 

Æskilegt er að börnin taki með sér nesti og sérstaklega bent á að öll leikföng sem þau kunna að taka með sér eru á eigin ábyrgð.

Þrátt fyrir áætlaðan opnunartíma er allur réttur áskilinn til að fella þetta tilboð niður verði aðsókn að gæsluvellinum lítil eða engin.

Sveitarstjóri