Gamli skólinn er til leigu.

 Gamla skólahúsið, Bjarmanes er til leigu þar sem núverandi leigjendur hafa sagt samningi sínum lausum.

 

Undanfarin þrjú sumur hefur Kaffi Viðvík rekið kaffihús og upplýsingaþjónustu í húsinu en einnig staðið fyrir ýmsum menningarviðburðum.

 

Hreppsnefnd Höfðahrepps auglýsir því eftir áhugasömum leigjanda sem hefði góðar hugmyndir um hvernig mætti nýta húsið og væri tilbúinn að framkvæma þær.

 

Hugmyndum / umsóknum skal skilað á skrifstofu Höfðahrepps

fyrir 1. febrúar 2007.

 

Fyrir hönd hreppsnefndar,

8. janúar 2007.

 

Sveitarstjóri