Gangnaseðill 2009

GANGNASEÐILL 2009

 

Það tilkynnist hér með að haustgöngur fara fram laugardaginn

19. september sé fært leitarveður, ella þá næsta leitarfæran dag.

 

Gangnaforingi er Rögnvaldur Ottósson.

Réttarstjóri í fjárrétt er Sigrún Guðmundsdóttir og hrossarétt Rögnvaldur Ottósson.

 

1.                  Göngur: Gangnamenn smali svæðið frá Urriðalæk vestur yfir flárnar og Grasás yfir Ytri-Botnalæk í veg fyrir gangnamenn úr Skagabyggð. Heiðina vestan sýslumarka eftir venju til réttar, einnig Borgina utan skógræktargirðingar. Gert er ráð fyrir að gangnamenn úr Skagabyggð smali svæðið norðan Brandaskarðsgils milli Stallabrúna og Hrafnár til norðurs.

Í heiðargöngur leggi eftirtaldir til menn:

  • Rögnvaldur Ottósson             3 menn
  • Jón Heiðar Jónsson                1 mann
  • Eðvarð Ingvason                    1 mann
  • Þorlákur Sveinsson                 2 menn

 

Í Borgina leggi eftirtaldir til menn:

  • Þorlákur Sveinsson                 1 mann
  • Rúnar Jósefsson                     2 menn

Fé og hross úr heiðinni og Borginni og úr heimahögum sé rekið að Spákonufellsrétt laugardaginn 13. september og réttað samdægurs. Bæði fjárrétt og hrossarétt verður þann dag. Ber eigendum að vera þar til staðar og hirða búfé sitt svo að réttarstörfum verði lokið fyrr en dimmt er orðið.

 

2. Eftirleit fer fram laugardaginn 26. september verði bjart veður ella næsta leitarfæran dag.

Þær annast Ásgeir Axelsson

 

3. Fjárskil verða mánudaginn 5. október í Kjalarlandsrétt.

 

4. Útréttir:

  • Í fyrri Fossárrétt hirðir Rúnar Jósefsson
  • Í seinni Fossárrétt hirðir Búi Birgisson
  • Í fyrri Kjalarlandsrétt hirðir Rúnar Jósefsson
  • Í seinni Kjalarlandsrétt hirðir Eðvarð Ingvason

 

5. Smölun heimalanda: Fjáreigendur eru hvattir til að hreinsa vel landspildur sínar af öðru búfé en þeirra eigin fyrir  göngur sem og eftirleit, svo að göngur og réttir geti orðið árangursríkar.

Að öðru leyti en hér er tekið fram eru skyldur og réttindi manna samkvæmt fjallskilareglugerð fyrir Austur - Húnavatnssýslu.

Greiðslur til og frá fjallskilasjóði fara fram hjá sveitarstjóra.

 

Skagaströnd 16. september 2009                              

 

_________________________________               

            Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri.