Gásleppuverkun á Skagaströnd

Útgerðarfélagið Sæfari ehf. frá Hrauni á Skaga er að koma upp aðstöðu fyrir grásleppuverkun á Skagaströnd í nýuppgerðu vinnsluhúsi sínu. Framkvæmdir hafa staðið yfir að undanförnu og var allt klárt þegar veiðar hófust í síðustu viku. Reiknað er með að alls verði verkuð og söltuð hrogn af 4-5 bátum auk Sæfara SK 112 sem er í eigu útgerðarfélagsins. Fiskmarkaðurinn mun taka við grásleppunni sjálfri og selja í gegnum uppboðskerfi sitt. Í forystu fyrir Sæfara ehf. eru bræðurnir Steinn  og Jóhann Rögnvaldssynir en auk þess eru meðeigendur að útgerðinni  faðir þeirra Rögnvaldur Steinsson og systkinin frá Víkum á Skaga.

Sæfari hefur verið gerður út frá Skagaströnd um margra ára skeið og hefur aðallega stundað línuveiðar auk grásleppuveiða.

Nú þegar hafa 8 bátar hafið grásleppuveiðar frá Skagaströnd og lofa aflabrögð góðu fyrstu dagana.