Geisli og Eining, nýtt námsefni í stærðfræði

Þann 14. ágúst  s.l. var haldið,  á vegum Fræðsluskrifstofunnar, námskeið um notkun námsefnisins Geisli og Eining í stærðfræði. Tuttugu og fimm kennarar  grunnskólanna í Húnavatnssýslum mættu til að læra um notkun námsefnisins.  Þátttakendur fengu Ítarlega kynning á námsefninu og hugmyndum að baki þess.
Kynntar  voru skipulagsaðferðir sem auðvelda kennurum að skipuleggja kennslu stærðfræðinnar.
Leiðbeinandi á námskeiðinu var Jónína Marteinsdóttir, kennari. Námskeiðið var haldin í Grunnskóla Húnaþings vestra.

Mynd: Þátttakendur og  Leiðbeinandi.