Gengið í minningu Guðrúnar Teitsdóttur

  Ljósuganga fer fram dagana 4.-6. júlí næstkomandi en gangan er gengin í minningu Guðrúnar Teitsdóttur ljósmóður sem útskrifaðist úr Ljósmæðraskólanum árið 1914 og á því 100 ára ljósmóðurafmæli í ár. Konur tengdar Guðrúnu og fjölskyldu hennar ætla að heiðra minningu hennar með því að ganga sömu leið og hún gekk eftir að hún lauk „Yfirsetukvennaskólanum“.

 

Guðrún ljósa gekk frá Borgarnesi að Grænumýrartungu, sem er fyrsti bær norðan Holtavörðuheiðar, í hríð og lélegu skyggni í pilsi og dönskum skóm fyrir 100 árum síðan. En þangað var hún sótt á hesti. Áfangastaður var heimili hennar, Kringla í Austur-Húnavatnssýslu.

 

Fyrsta dagleið, föstudaginn 4. júlí.

Mæting er kl. 08.00 og ganga hefst kl. 08.30.

Gengið verður frá Borgarnesi að Bifröst, alls 35 km.

 

Önnur dagleið, laugardaginn 5.júlí.

Ganga hefst kl. 08.30

Gengið er frá Bifröst að Fornahvammi, alls 27 km.

 

Þriðja og síðasta dagleið, sunnudaginn 6. júlí.

Ganga hefst kl. 08.30

Gengið frá Fornahvammi að Grænumýrartungu, alls 25 km.

 

Öllum konum, ungum sem öldnum, er velkomið að ganga með. Hægt er að koma inn í gönguna hvenær sem er og ganga hluta úr leið – allt eftir því sem hverjum og einum hentar best. Hvert spor skiptir máli.

 

Í tilefni af göngunni ætla göngufarar að safna áheitum. Áheit göngunnar munu renna óskipt til LÍF, styrktarfélags Kvennadeildar Landspítalans. Hægt er að leggja inn upphæð að eigin vali inn á eftirfarandi reikning og merkja innleggið Ljósuganga. Áheit verða notuð til góðs í nafni Guðrúnar Teitsdóttur.

Bankanúmer 515-14-411000, kennitala 501209-1040.

Einnig er hægt að hringja í síma 907 1115 og styrkja verkefnið um 1.500 kr.

 

Hægt er að skrá sig í gönguna á netfangið ljosuganga@gmail.com.