Gestanemi í Rannsóknarsetrinu í júní

 

Dagana 9. til 22. júní dvelur Sean Lawing á Skagaströnd með fjölskyldu sinni og vinnur að rannsóknum sínum á bókasafni Halldórs Bjarnasonar hjá Rannsóknasetrinu. Sean  er doktorsnemi við  Íslenskudeild Háskóla Íslands og í ritgerð sinni: "Disfigurement in Old Norse-Icelandic Law and Literature", fjallar hann um ofbeldislýsingar í Íslenskum miðaldasögum og samsvarandi framsetningu þeirra í íslenskum og norskum lögum frá sama tíma. Rannsóknarefnið sem hann vinnur að nú um stundir kallar hann: "Plotting against their Lives: fjörráð and álótsráð in Sturlunga saga".  Meðfram doktorsnámi sínu starfar Sean Lawing nú sem fyrirlesari í sögu og ritun við Bryn Athyn College, PA USA.