Gítarnámskeiði fyrir fullorðna.

Gítarnámskeiði sem hófst í byrjun nóvember lauk fimmtudaginn 7. desember.

Jón Ólafur Sigurjónsson stóð fyrir og kenndi á námskeiðinu sem stóð yfir í 5 vikur 2 kvöld í viku. Á því var bæði fólk sem aldrei hafði snert á gítar og var að læra sín fyrstu grip og aðrir sem notuðu námskeiðið til upprifjunar.

Námskeiðið gekk vonum framar og voru nemendur sammála um það að gítarinn færi ekki aftur inní skáp að því loknu.

Á meðfylgjandi mynd eru Jón Ólafur, Jóhanna Karlsdóttir, Herdís Jakobsdóttir, Guðný Sigurðardóttir en myndina vantar Árna Sigurðsson.