Gjaldskrá vegna fjallskila

 

Á fundi sveitarstjórnar 11. maí 2016 var tekin fyrir gjaldskrá vegna fjallskila í Sveitarfélaginu Skagaströnd og var svohljóðandi samþykkt:

Sveitarstjórn ákveður árlega við samþykkt gjaldskrár sveitarfélagsins hvaða einingaverð skuli gilda um fjallskilakostnað fyrir yfirstandandi ár. Fyrir árið 2016 er einingaverð 400 kr. Við álagningu reiknast hvert hross jafngilt 5 vetrarfóðruðum kindum.

Fjallskilaskyldur er hver fjáreigandi í sveitarfélaginu og hver sem á stóðhross. Skal forðagæsluskýrsla næstliðins vetrar lögð til grundvallar við skilgreiningu þess búfjár sem fjallskilagjöld eru lögð á. Hver sá sem vill koma leiðréttingu á framfæri vegna nýtingar á afrétt skal hafa gert það fyrir 10. september ár hvert. Fyrir þau hross sem eru fjallskilaskyld en nýta ekki afrétt skal greiða hálf fjallskilagjöld. Þeir sem nýta afrétt fyrir búpening sem ekki telst fjallskilaskyldur ss. tamda hesta skulu tilkynna um það fyrir 10. september ár hvert. Sama gildir um þá sem fá heimild til að nýta afréttinn en eiga ekki lögheimili í sveitarfélaginu.

Sveitarstjóri