Glæsileg fjölnota hjólabraut tekin í notkun á Skagaströnd

Ljósmyndari: Árni Geir Ingvarsson
Ljósmyndari: Árni Geir Ingvarsson

Í gærkvöldi þann 25. júní var opnuð fjölnota hjólabraut hér á Skagaströnd en brautin er staðsett á skólalóð Höfðaskóla.

Brautarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og voru krakkarnir í bænum strax mættir til þess að taka hana út. Voru sumir svo spenntir að þeir tóku sig til og aðstoðuðu við uppsetningu svo þetta gengi nú hratt og örugglega fyrir sig og hlutu þakkir fyrir það frá uppsetningarhópnum.

Brautin er opin öllum en lögð er rík áhersla á það að þeir sem nýta brautina taki tillit til annarra, ekki séu of margir á henni í einu og hraði sé miðaður við aðra þátttakendur.

Ekki er heimilt að fara um brautina á vespum, mótorhjólum eða öðrum slíkum ökutækjum.

Þá er það fortakslaus skylda að hafa hjálm þegar brautin er notuð

Sveitarstjóri