Góðan daginn, fínt veður eins og alltaf ...

Veðrið í dag á Skagaströnd í dag er mjög svipað því sem það var í desember.

Nú er hæg norðaustanátt, 7 m/s, og frost er 3,5 gráður, sem er nokkuð lægra en meðalhitinn í síðasta mánuði, en hann var 0,5 gráður. 

Ástæða er til að vekja athygli á sjálfvirkri veðurathugunarstöð sem staðsett er við höfnina. Hér vinstra megin er linkur á hana og þar er m.a. hægt að sjá hitastig, vindhraða, vindátt, flóðatöflu og flóðahæð. til viðbótar er hægt að skoða veðrið langt aftur í tímann en upplýsingar skrást sjálfvirkt á tíu mínútna fresti.