Góðar gjafir til íþróttahússins á Skagaströnd

Það kom skemmtilega á óvart að Ingvar Jónsson, brottfluttur Skagstrendingur kom í heimsókn í íþróttahúsið færandi hendi. Var honum hugsað til æskunnar sem nú vex úr grasi á Skagastönd minnugur þess þegar hann ólst sjálfur þar upp að hluti af því er þátttaka í bolta og keppnisleikum. Færði hann húsinu keppnistreyjur og bolta til að nota við íþróttaiðkunn. Árni Geir húsvörður tók við gjöfunum og færi honum þakklæti Skagstrendinga fyrir þær. Ingvar er eigandi Nike-búðarinnar á Laugarveginum.