Góður árangur Höfðaskóla í stærðfræðikeppni

Niðurstöður liggja fyrir í undankeppni stærðfræðikeppni FNV og 9. bekkjar, en þessi keppni er samvinnuverkefni FNV og grunnskólanna á Norðurlandi vestra og í Fjallabyggð.

Keppnin er styrkt af sveitarfélögum, stofnunum og fyrirtækjum sem leggja til verðlaun sem afhent verða eftir úrslitakeppnina þann 29. apríl.

Alls komast 15 keppendur í úrslitakeppnina af þeim 131 sem tóku þátt.

Megin tilgangur keppninnar er að auka áhuga grunnskólanema á stærðfræði og er hún fremur hugsuð sem leikur en keppni.

Aðstandendur keppninnar þakka öllum 9. bekkingum fyrir þátttökuna og óska þeim sem komust í úrslit til hamingju, en listann yfir þá er að finna hér á eftir.
  • Birna Ólíva Agnarsdóttir, Húnaþing vestra
  • Eva Margrét, Árskóli
  • Guðrún Anna Halldórsdóttir, Höfðaskóli
  • Haukur Marian Suska, Húnavallaskóli
  • Hákon Ari Grímsson, Húnavallaskóli
  • Heba Líf Jónsdóttir, Höfðaskóli
  • Ingi Sveinn, Árskóli
  • Ívar Árni Róbertsson, Höfðaskóli
  • Sigurbjörg Katla Valdimarsdóttir, Höfðaskóli
  • Sigurbjörg Birta Berndsen, Höfðaskóli
  • Sigurveig Anna, Árskóli
  • Snæbjörg Lilja, Árskóli
  • Sævar Freyr Freysteinsson , Varmahlíð
  • Sævar Óli Valdimarsson, Varmahlíð
  • Vigdís Sveinsdóttir, Árskóli
Fjöldi keppenda eftir skólum:  
  • Árskóli: 27
  • Blönduskóli: 8
  • Grunnskóli Húnaþings vestra: 17
  • Grunnskólinn austan vatna: 10
  • Grunnskólinn í Fjallabyggð: 40
  • Húnavallaskóli: 8
  • Höfðaskóli: 7
  • Varmahlíðarskóli: 4
  • Alls: 131
Fréttin er fengin frá Fjölbrautarskóla Norðurlands, www.fnv.is.