Góður árangur Skagstrendinga á unglingalandsmótinu

Unglingalandsmót UMFÍ – 11-18 ára - fór fram á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Um 1.200 keppendur voru á mótinu sem fór í alla staði vel fram. Þangað mættu 11 keppendur frá Skagaströnd og tóku þátt í fótbolta og frjálsum íþróttum. 

Í fótboltanum stóðu krakkarnir sig með miklum ágætum en unnu ekki til verðlauna en helsti árangur þeirra í frjálsum íþróttum var sem hér segir:  

Stefán Velemir  vann í  kúlu og kringlu í flokki 16-17 ára, Egill Örn Ingibergsson var í sigurliði í 4x100 m boðhlaupi, Valgerður Guðný Ingvarsdóttir varð önnur  í 60 m og þriðja í 600 m í flokki 11 ára, Viktor Már Einarsson varð þriðji í spjótkasti í 11 ára flokki og Páll Halldórsson varð þriðji í kúlu í 12 ára flokki.