Góður árangur USAH á Stórmóti ÍR

Tuttugu og þrír hressir krakkar kepptu fyrir hönd USAH á 14. Stórmóti ÍR í frjálsíþróttum í Laugardalshöllinni um síðustu helgi (23.-24. janúar). Margir þeirra voru að fara á sitt fyrsta frjálsíþróttamót og var mikil tilhlökkun fyrir mótið. Allir stóðu sig frábærlega og það sem mestu máli skiptir er að allir skemmtu sér konunglega. Metþátttaka var á mótinu og voru 758 keppendur skráðir til keppni.

  • Róbert Björn Ingvarsson sigraði í 800 m hlaupi í flokki pilta 13 ára.
  • Guðmar Magni Óskarsson sigraði í kúluvarpi í flokki pilta 13 ára.
  • Stefán Velemir varð í 2. sæti í kúluvarpi í flokki sveina 15-16 ára og Magnús Örn Valsson varð í 3. sæti í sama flokki.
  • Páll Halldórsson varð í 3. sæti í kúluvarpi í flokki strákar 11 ára.
  • Valgerður Guðný Ingvarsdóttir var með annan besta tímann í 60 m hlaupi í flokki hnáta 9-10 ára. Allir keppendur 9-10 ára fengu verðlaunapening.

Frábær árangur hjá Húnvetningunum.