Golfkennsla á Skagaströnd

Hulda Birna Baldursdóttir, golfkennari, verður með golfkennslu á Skagaströnd dagana 25.–28. júní nk. Kennt verður í eftirtöldum hópum þessa 4 daga:

A:        8-12 ára – kennslan verður á íþróttavellinum, kl. 13.00-15.30, í samvinnu við Umf. Fram. Þátttaka ókeypis.

B:        13-16 ára – kennslan verður á golfvellinum, kl. 16.00-17.00. Verð 2.000 kr.

C:        Nýliðar – hóptímar – miðvikudag 26. júní  og föstudag 28. júní, kl. 19.00-20.00. Verð 3.000.- kr.

D:        Einkakennsla – eftir samkomulagi við golfkennarann. Verð 3.000 kr. fyrir 30 mín.

Skráning hjá Ingibergi menning@ssnv.is / 892 3080  eða Gunnu Páls  pannug@simnet.is / 895 6772  í síðasta lagi föstudaginn 21. júní nk.

Golfklúbbur Skagastrandar