Golfkennsla á sunnudaginn

Golfklúbbur Skagastrandar býður upp á golfkennslu sunnudaginn 4. júlí. Kennari er 
Heiðar Davíð Bragason, fyrrverandi Íslandsmeistari og atvinnumaður í golfi.

Kennslan verður samkvæmt eftirfarandi tímatöflu:

Kl. 12.00-13.30 - 8-10 ára, ókeypis
Kl. 14.00-15.30 - 11-13 ára, ókeypis
Kl. 16.00-17.30 - 14-16 ára, ókeypis
Frá kl. 18 eru í boði 30 mínútna einkatíma fyrir 17 ára og eldri. Verðið er 2.500 kr.

Skráning í alla aldursflokka í síma 892 5089 (Adolf) og 861 5089 (Dagný)  í síðasta lagi á föstudagskvöld.