Golfklúbbur Skagastrandar fær góðan stuðning.

 

Þróunardeild  R&A(Royal and Ancient Golf Club of St.Andrews) ákvað nú í sumar að senda til Íslands tvær flatarslátturvélar og tvær brautarslátturvélar til að styðja við uppbyggingarstarf á íslenskum golfvöllum.

 

Stjórn Golfsambands Íslands ákvað að auglýsa eftir þörf klúbbanna á vélum sem þessum. Sérstaklega var horft til minni klúbba  sem hafa fáa félaga til að standa undir rekstri þeirra, en hafa náð að byggja upp góða velli.

 

Stjórn Golfsambands Íslands hefur nú ákveðið að úthluta Golfklúbb Skagastrandar flatarslátturvél og brautarslátturvél. Þessi stuðningur er mikils virði og góð viðurkenning á starfi Golfklúbbsins.