Göngur og réttir á Skagaströnd

Göngur og réttir verða á Skagaströnd á laugardaginn. Samstímis verður smalað í Skagabyggð og réttað í Fossárrétt og Kjalarlandsrétt.

Fé og hross af heiðinni, Spákonufellsborg og heimahögum verður rekið að Spákonufellsrétt og verður þar bæði fjárrétt og hrossarétt. Eigendum ber að vera til staðar við réttina og hirða búfé sitt svo að réttarstörfum verði nú lokið fyrir myrkur.

Af reynslu fyrri ára má gera ráð fyrir því að réttir hefjist einhvern tímann á bilinu 13 til 15 á laugardaginn.