Göngutúr og kreppulaust kaffi

 

 

Öllum þykir vænt um bæinn sinn en ekki er víst að þekking þeirra á honum sé mjög nákvæm eða ítarleg. Ólafur Bernódusson býður nú þeim sem vilja að ganga með sér um útbæinn og skoða hús og staði og rifja upp sögur af mönnum og málefnum.

 

Hann ætlar til dæmis að líta inn í gamla kaupfélagið, skoða endurbæturnar þar og kannski kíkjum inn í verksmiðjuna og fleiri staði.

Hristu nú af þér drungann og komdu með í léttan og skemmtilegan labbitúr sem kostar ekkert nema þokkalega skó. Mæting á bílastæðinu uppi á Höfða á sunnudaginn kl. 14. Eftir göngu verður svo boðið upp á fítt kreppulaust kaffi í Bjarmanes.