Gospel námskeið

 

Hinn víðfrægi gospel-snillingur Óskar Einarsson verður með gospelnámskeið í Hólaneskirkju á Skagaströnd helgina 28.og 29. apríl.

Allir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir,og hefur Óskar lofað að koma með liðsauka úr Fíladelfíukórnum sínum ef mæting á námskeiðið verður góð.

Þeir sem hafa verið á námskeiðum hjá Óskari vita hvað það er gaman og gefandi að vinna með þessum frábæra listamanni. Hann smitar alla með lífskrafti sínum og fjöri.

      Allir sem hafa gaman af söng og samveru með glöðu fólki eru hvattir til þess að taka þessa daga frá og skrá sig á námskeiðið hjá Siggu Stefáns fyrir miðvikudaginn 25. apríl í síma: 4522644 eða 8202644 en hún veitir allar nánari upplýsingar.

 

                      Sjáumst syngjandi kát,

                                 

                                   Kirkjukór Hólaneskirkju