Gospel tónleikar á laugardaginn

Kirkjukór Hólaneskirkju á Skagaströnd hefur fengið Gospelkóng Íslands, Óskar Einarsson, ásamt hljómsveit og gestasöngvurum, í lið með sér til þess að halda gospeltónleika 23. og 24. október næstkomandi. 

Tónleikarnir verða haldnir á þessum stöðum um næstu helgi:

Hólaneskirkju Skagaströnd, laugardaginn 23. október kl: 17:00
Miðgarði Skagafirði sunnudaginn  24. október kl: 15:00
Hvammstangakirkju sunnudaginn 24. október kl: 20:00

Stjórnandi er Óskar Einarsson
Söngvarar: Kirkjukór Hólaneskirkju ásamt gestum
Hljómsveit: Brynjólfur Snorrason og Jóhann Ásmundsson
Kynnir: Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson fyrrverandi sóknarprestur á Skagaströnd
Miðaverðið er 1.500 kr fyrir fullorðna og 500kr fyrir börn á grunnskólaaldri (ath. ekki er posi á staðnum).

Styrktaraðilar tónleikanna eru Menningarráð Norðurlands vestra og  Minningarsjóður um hjónin frá Vindhæli og Garði