Götusópur mætir í dag mánudag!

Götusópur mætir á Skagaströnd í dag og verður næstu daga!

Bæjarbúar eru vinsamlega beðnir að færa bíla sína frá og leggja ekki í götum svo sópurinn komist að og sem bestur árangur náist.

Aðalgatan niður að hafnarsvæði verður hreinsuð í dag mánudag og restin af götum í bænum og bílaplön á vegum sveitarfélagsins verða hreinsuð á morgun og miðvikudag.

Byrjað verður á Ránarbraut og unnið til suðurs á morgun þriðjudag. 

Sveitarstjóri