Grímuball í Fellsborg á öskudag

Grímuball verður haldið í Fellsborg á öskudaginn, miðvikudaginn 25. febrúar, kl. 18:00 - 20:00. 

Aðgangseyrir er 400 kr. fyrir þá sem eru í búningum en 600 kr. fyrir aðra. Frítt fyrir þriðja barn frá heimili.

Allir velkomnir, jafnt stórir sem smáir.

Eins og venjulega verður marserað, farið í leiki, kötturinn sleginn úr tunnunni og veitt verðlaun fyrir flotta búninga.

Mætum nú öll og skemmtum okkur saman.

Skólafélagið Rán.