Grímuball skólans

 

Hið árlega grímuball staðarins var haldið í Fellsborg fimmtudaginn 10. febrúar. Mættu þar margvíslegar furðuverur á öllum aldri og skemmtu sér vel. Verðlaun, fyrir bestu búningana, voru veitt í þremur aldursflokkum, þá var marserað og svo kötturinn sleginn úr tunnunni. Það er skólafélagið Rán sem stendur að grímuballinu með góðri aðstoð foreldra og kennara.