GRP14h lesskimunarpróf fyrir elstu nemendur grunnskólans

Kennarar grunnskóla Húnavatnssýslna læra að nota lesskimunarprófið GRP14h

GRP14h er skimunarpróf sem lagt er fyrir nemendur unglingastigs grunnskólanna til að finna þá nemendur sem eru með dyslexíu/lesblindu/leshömlun.

Tilgangur prófsins er fjölþættur en þó fyrst og fremst að veita kennurum upplýsingar um stöðu nemenda svo þeir geti  gripið til réttra ráðstafana og fundið úrræði og verkefni við hæfi.  

Nemendur sem greinast í áhættuhópi á  prófinu fara með þær upplýsingar  í framhaldsskóla sem getur þegar í stað brugðist við og veitt þjónustu við hæfi.

Nánskeiðið var á vegum Fræðsluskrifstofu A-Hún.

Mynd:

„Námskeiðarar“ og fyrirlesari