Gul viðvörun á Norðurlandi vestra

Kæru íbúar

Veðurstofa hefur gefið út gula viðvörun á svæðinu. Versta veðrið á að skella á um 18 leytið í dag en ganga niður um hádegi á morgun miðvikudag. 

Mikilvægt er að ganga frá lausamunum, binda niður eða koma í var. Þá er ekki æskilegt að vera á ferðinni á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind þar sem hviður geta verið all snarpar.

Bæði Höfðaskóli og Leikskólinn Barnaból verða opnir á morgun 8. janúar en foreldrar meta það sjálfir hvort þeir treysti börnum út í veðrið. Ef börn sækja ekki skóla þá vinsamlegast hafið samband við viðkomandi skóla og látið vita.

Förum varlega því göngufæri er víða slæmt og mikil hálka.

Sveitarstjóri