Gunna og Óli Benna sigruðu

Þau sæmdarhjón Guðrún Pálsdóttir og Ólafur Bernódusson sigruðu í síðustu spurningarkeppni ársins sem hér gengur undir nafninu Drekktu betur. Þau voru vel að sigrinum komin, fengu 25 stig af 30 mögulegum, sá næsti var með 23. Raunar er þetta hvorki í fyrsta né annað sinn sem þau Gunna og Óli ganga út úr Kántrýbæ með bjórkassa í verðlaun.

Að þessu sinni stjórnuðu þau Péturína Laufey Jakobsdóttir og Vigdís Elva Þorgeirsdóttir spurningarkeppninni og gerðu það af miklum myndarskap. Spurningarnar voru skemmtilegar og fróðlegar en alls ekki of erfiðar.